7.9.2007 | 16:23
Hvað er eiginlega í gangi með Guðjón og KSÍ???
Ég skil ekki hvaða hreðjatök Guðjón hefur á KSÍ. Kannski KSÍ sé vanað eftir að kexbaróninn yfirgaf það?
Guðjón virðist getað gert það sem honum sýnist, hagað sér eins og klikkhaus í viðtölum, hraunað yfir þá sem beygja sig ekki fyrir honum og svo verður hann örugglega kjörinn þjálfari ársins af forkólfum KSÍ eftir tímabilið. Hann fékk nú viðurkenningu fyrir umferðir 7 til 12. Sennilega var verið að verðlauna hann fyrir að finna glufu á regluverki KSÍ sem bannar ekki óheiðarlega framkomu á vellinum en refsar ef menn verða ósáttir við það (sbr. markið hans Bjarna sem sennilega þorði ekki að standa gegn vilja föður síns sem hefði annars líklega lamið hann aftur).
Það þarf að uppræta þetta getuleysi. Hvað ætli það kosti að fá Eggert aftur í stólinn?
Guðjón og Magnús ávítaðir og sektaðir af KSÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar